Spenna og titringur fyrir ASÍ-kosningar

Lokadagur þings ASÍ er í dag og þá fara fram …
Lokadagur þings ASÍ er í dag og þá fara fram kosningar til forseta, varaforseta og miðstjórnar. mbl.is/Árni Sæberg

Mikil óvissa og spenna er á yfirstandandi þingi Alþýðusambands Íslands fyrir kosningar næsta forseta, tveggja varaforseta og 12 fulltrúa auk varamanna í miðstjórn ASÍ til næstu tveggja ára, sem fram fara fyrir hádegi í dag.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa fylkingar myndast á þinginu sem safna liði og takast á um að koma sínum mönnum að í æðstu forystu og tryggja hlut stærstu félaga og landssambanda í miðstjórn en ekki höfðu þó í gær komið fram fleiri frambjóðendur en þau sem tilkynnt höfðu framboð til forseta og varaforseta fyrir þingið.

Það er þó ekki með öllu útilokað að fleiri bætist við því framboðsfrestur rennur ekki út fyrr en kosningarnar hefjast í dag en frambjóðendur þurfa að afla sér stuðnings 15 þingfulltrúa til að gefa kost á sér, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert