Umferðarljósakerfið frumstætt

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vilja skoða nýtingu nýjustu tækni til þess …
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vilja skoða nýtingu nýjustu tækni til þess að auka umferðarflæði og stytta tafir. mbl.is/​Hari

Höfuðborg­ar­svæðið er langt á eft­ir í þróun og notk­un um­ferðarljósa­kerfa sem geta há­markað nýt­ingu þeirra sam­göngu­innviða sem þegar eru fyr­ir hendi, seg­ir Páll Guðjóns­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­bands sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu (SSH).

Á fundi stjórn­ar SSH fyrr í mánuðinum var kynnt tækni sem nýtt er við stýr­ingu um­ferðarljósa í Ósló og seg­ir Páll ljóst að áhugi sé fyr­ir því að skoða úr­bæt­ur á þessu sviði, þótt ekki sé vitað á þessu stigi ná­kvæm­lega hvenær slíkt kæmi til.

Hann bend­ir á að veru­leg­ar um­bæt­ur á sviði ljós­a­stýr­inga séu ein leið meðal fleiri sem hægt er að nýta til þess að bæta sam­gön­ur á höfuðborg­ar­svæðinu. „Tækni­legu lausn­irn­ar eru til, kostnaður­inn við að inn­leiða veru­leg­ar breyt­ing­ar er ekki þekkt­ur en hann er ör­ugg­lega nokk­ur. Þetta er senni­lega fljót­virk­asta aðgerðin af öll­um þeim sem við erum að skoða,“ seg­ir Páll.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert