Verða af 3 milljarða kr. hagnaði

Einkaleyfi til aksturs með farþega til og frá Keflavíkurflugvelli samræmdist …
Einkaleyfi til aksturs með farþega til og frá Keflavíkurflugvelli samræmdist ekki lögum. mbl.is/ÞÖK

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) á í viðræðum við ríkið um skaðabætur vegna þess að innanríkisráðherra felldi á sínum tíma niður einkaleyfi SSS á akstri milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Reykjavíkur þrátt fyrir samning þar um.

Niðurstaða dómkvaddra matsmanna er að samtökin hafi orðið af um þriggja milljarða króna hagnaði, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag.

Vegagerðin og sambandið gerðu með sér samning snemma árs 2012 um uppbyggingu almenningssamgangna á Suðurnesjum. Í honum fólst m.a. að SSS fengi einkaleyfi á áætlunarferðum milli Flugstöðvar og Reykjavíkur. Það var eina leiðin sem skilaði hagnaði og átti að nota hann til að halda uppi almenningssamgöngum innan Suðurnesja.

Var aksturinn boðinn út og samið við Kynnisferðir og dótturfélag þeirra, SBK. Samkeppniseftirlitið taldi það ekki samrýmast EES-samningnum að veita einkaleyfi á leið sem skilar hagnaði og í framhaldi af því felldi Vegagerðin einhliða niður einkaleyfið, samkvæmt ákvörðun ráðherra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert