Þrír af fjórum sveitarstjórum sem ræddu við Morgunblaðið segjast ósáttir við samgönguáætlun sem nú er til umfjöllunar á Alþingi.
Í umfjöllun um mál þetta í blaðinu í dag segja tveir þeirra vandamálin uppsöfnuð vegna fjárskorts fyrri ára.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, lýsir vonbrigðum, en flokkssystir hans Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis, segist ánægð og hrósar ráðherrum fyrir að leggja fram fullfjármagnaða áætlun til fimm ára.