Störf í sjávarbyggðum sögð í hættu

Jón Páll Hreinsson stýrir rekstri Bolungarvíkurkaupstaðar.
Jón Páll Hreinsson stýrir rekstri Bolungarvíkurkaupstaðar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Bæjarráð Bolungarvíkur skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir breytingu á úthlutun línuívilnunar og tryggja að hún haldi áfram að styðja við störf í sjávarbyggðum.

Breyttar forsendur og ytri aðstæður í umhverfi útgerða í krókaaflamarkskerfinu hafa leitt til fækkunar útgerða sem gera út á handbeitta línu og á móti hefur bátum með beitningavélar fjölgað en þeir síðarnefndu njóta ekki ívilnunar.

Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri segir að reynst hafi óhagkvæmara en áður að handbeita og erfitt að manna þessi störf. Í bókum bæjarráðs kemur fram að þörfin fyrir þessa ívilnun sé enn fyrir hendi og það sé löng og bitur reynsla sjávarútvegssveitarfélaga að þegar störfin hverfa, þá hverfi fólkið með.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag telur Jón Páll að um 30 störf hafi verið við beitningu í Bolungarvík, þegar mest var, og ef hún legðist alveg af gæti það orsakað að bæjarbúum fækkaði um 100. Í framhaldi af þessari umræðu var samþykkt að undirbúa átak í nýsköpun í Bolungarvík til að fjölga störfum og íbúum á vinnufærum aldri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert