Viðhorf hefur breyst

Viðhorf til kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja jákvæðara eftir lagasetningu.
Viðhorf til kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja jákvæðara eftir lagasetningu. Af vef Evrópuvaktarinnar

Á Þjóðarspegli, ráðstefnu félagsvísindasviðs Háskóla Íslands í gær, kynntu Laufey Axelsdóttir, Þorgerður Einarsdóttir og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir niðurstöður rannsókna sinna þar sem m.a. stuðningur stjórnenda á Íslandi við kynjakvóta er kannaður.

Laufey segir að viðhorf stjórnenda til kynjakvóta og kynjajafnvægis hafi verið könnuð með spurningalista. „Við vorum að fjalla um hvaða rök hefðu verið notuð í jafnréttisbaráttunni og hvernig það endurspeglaðist í umræðunni um kynjakvóta,“ bætir hún við.

Rannsóknin er hluti af doktorsrannsókn Laufeyjar, sem er hluti af stærra verkefni. Í kynningunni var farið yfir orðræðugreiningu sem sneri að fjölmiðlaumfjöllun og umræðum á Alþingi í kringum lagasetningu um kynjakvóta fyrir stjórnir fyrirtækja sem var sett 2010. Laufey segir að á þeim tíma sem lögin voru til umfjöllunar hafi ekki verið bundnar miklar vonir við hin nýju lög. „Fólk hafði kannski ekki miklar væntingar til þeirra og það var ákveðin mótstaða úr atvinnulífinu,“ segir hún í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert