Breki Karlsson er nýr formaður Neytendasamtakanna en niðurstöður kosninga til formanns voru kynntar klukkan 13 í höfuðstöðvum samtakanna á Hverfisgötu. Auk Breka voru Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Guðjón Sigurbjartsson og Unnur Rán Reynisdóttir í framboði til formanns.
429 tóku þátt í kosningum til formanns af 539 sem voru á kjörskrá. Fjórir skiluðu auðu í formannskjöri, kom fram í tilkynningu Marðar Árnasonar þingforseta.
Breki hlaut 228 atkvæði, 53%, Unnur 88 atkvæði, 21%, Ásthildur 80 atkvæði, 19%, og Guðjón 29 atkvæði eða 7%.
Þing Neytendasamtakanna fór fram í gær og lauk með kosningu til formanns og stjórnar en kosningin fór fram með rafrænum hætti.
Breki, sem hefur undanfarinn áratug unnið að neytendamálum sem forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, segist hafa víðtæka reynslu af því að leiða saman ólíka aðila til eflingar fjármálalæsi og stuðlað að vitundarvakningu um fjármálalæsi meðal almennings, menntun og stefnumótun í samstarfi við stjórnvöld, stofnanir og almannasamtök.
Auk formanns voru 12 kjörnir í stjórn samtakanna. Það voru eftirfarandi: