Breki nýr formaður Neytendasamtakanna

Breki Karlsson var kjörinn formaður Neytendasamtakanna með 53% atkvæða.
Breki Karlsson var kjörinn formaður Neytendasamtakanna með 53% atkvæða. mbl.is/Eggert

Breki Karlsson er nýr formaður Neytendasamtakanna en niður­stöður kosn­inga til formanns voru kynnt­ar klukk­an 13 í höfuðstöðvum sam­tak­anna á Hverf­is­götu. Auk Breka voru Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Guðjón Sig­ur­bjarts­son og Unnur Rán Reynisdóttir í framboði til formanns.

429 tóku þátt í kosningum til formanns af 539 sem voru á kjörskrá. Fjórir skiluðu auðu í formannskjöri, kom fram í tilkynningu Marðar Árnasonar þingforseta.

Breki hlaut 228 atkvæði, 53%, Unnur 88 atkvæði, 21%, Ásthildur 80 atkvæði, 19%, og Guðjón 29 atkvæði eða 7%.

Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna.
Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þing Neytendasamtakanna fór fram í gær og lauk með kosningu til formanns og stjórnar en kosningin fór fram með rafrænum hætti.

Breki, sem hef­ur und­an­far­inn ára­tug unnið að neyt­enda­mál­um sem for­stöðumaður Stofn­un­ar um fjár­mála­læsi, seg­ist hafa víðtæka reynslu af því að leiða sam­an ólíka aðila til efl­ing­ar fjár­mála­læsi og stuðlað að vit­und­ar­vakn­ingu um fjár­mála­læsi meðal al­menn­ings, mennt­un og stefnu­mót­un í sam­starfi við stjórn­völd, stofn­an­ir og al­manna­sam­tök.

Auk formanns voru 12 kjörnir í stjórn samtakanna. Það voru eftirfarandi:

  • Pálmey Gísladóttir
  • Halla Gunnarsdóttir
  • Hrannar Már Gunnarsson
  • Sigurður Másson
  • Snæbjörn Brynjarsson
  • Þórey Þórisdóttir
  • Sigurlína Sigurðardóttir
  • Guðrún Þórarinsdóttir
  • Ásdís Jóelsdóttir
  • Þóra Guðmundsdóttir
  • Jóhann Rúnar Sigurðsson
  • Þórey Anna Matthíasdóttir
Frá þingi Neytendasamtakanna.
Frá þingi Neytendasamtakanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka