Kjaraviðræður krufnar til mergjar

Eyjólfur Árni Rafnsson, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Þröstur Ólafsson munu …
Eyjólfur Árni Rafnsson, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Þröstur Ólafsson munu ræða um kjaraviðræður framundan. mbl.is/Samsett mynd

Kjaramálin hafa verið í brennidepli að undanförnu og verða þau aðalatriðið í útvarpsþættinum Þingvöllum sem er á dagskrá á K100 klukkan 10 í dag. Á rúmlega einni viku hefur verið skipt um forystu í bæði ASÍ og BSRB. Nýrra strauma gætir í kröfum verkalýðsforystunnar og á sama tíma og margir hafa lýst ánægju með áherslur verkalýðsforystunnar hafa aðrir haft uppi varúðarorð.

Hlusta má á þátt­inn hér.

Í þættinum í dag mun Þröstur Ólafsson, hagfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri verkamannafélagsins Dagsbrúnar og einn helsti smiður að þjóðarsáttinni, ræða við Björt Ólafsdóttur. Hann er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt aðferðafræði núverandi forystu verkalýðsfélaganna. Einnig kemur nýkjörinn formaður, BSRB Sonja Ýr Þorbergsdóttir, og svo Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, sem hefur hvatt sína félagsmenn til að viðhafa ábyrgð á vinnumarkaðnum í heild og raska ekki jafnvægi þar með ofurlaunum. 

Þátt­ur­inn Þing­vell­ir er á dag­skrá alla sunnu­dags­morgna klukk­an 10 á út­varps­stöðinni K100.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert