Langtímaveikindi kosta borgina milljarða

Allra óánægðustu starfsmenn Reykjavíkurborgar eru í grunnskólum. Langtímaveikindi þeirra kosta …
Allra óánægðustu starfsmenn Reykjavíkurborgar eru í grunnskólum. Langtímaveikindi þeirra kosta borgina æ meira. mbl.is/​Hari

Á ár­un­um 2009-2017 varði Reykja­vík­ur­borg sam­tals um 5,3 millj­örðum (miðað við verðlag 2018) í lang­tíma­veik­indi starfs­manna, aðeins á skóla- og frí­stunda­sviði. Þetta kom fram í svari sviðsins við fyr­ir­spurn Sósí­al­ista­flokks á fundi borg­ar­ráðs á fimmtu­dag.

Útgjöld þessi hafa auk­ist hér um bil jafnt og þétt frá því 2009. Árið 2009 fóru um 280 millj­ón­ir í mála­flokk­inn (508 millj­ón­ir miðað við verðlag 2018) en árið 2017 voru það 650 millj­ón­ir.

Á fyrstu sex mánuðum árs­ins 2018 nam kostnaður­inn 357 millj­ón­um, 62 millj­ón­um um­fram fjár­heim­ild á því tíma­bili. Ef næstu sex mánuðir eru eins verður kostnaður­inn um 700 millj­ón­ir fyr­ir 2018.

Á fimmtu­dag­inn lagði mannauðsdeild Reykja­vík­ur­borg­ar fram svar við fyr­ir­spurn Sósí­al­ista­flokks um þessi mál. Í fyr­ir­spurn­inni var spurt út í hver út­gjöld­in í þess­um mála­flokki hafi verið og jafn­framt spurn­ing­um velt fram um mögu­leg­ar ástæður fyr­ir þess­um sí­auknu út­gjöld­um.

Svarað fyr­ir gríðarleg út­gjöld

Mannauðsdeild borg­ar­inn­ar svaraði með því að tína til ýmis átök sem deild­in hef­ur ráðist í á und­an­förn­um árum til að bæta heilsu starfs­fólks al­mennt. Þá hengdi hún við öllu lengri um­sögn frá sjálfu skóla- og frí­stunda­sviði, sem út­list­ar hvernig tekið er á svona mál­um inn­an þess sviðs.

Skóla- og frí­stunda­svið seg­ir í þeirri um­sögn að mik­il vinna hafi þegar átt sér stað til að sporna við þess­ari þróun. Í því sam­bandi er lögð áhersla á inn­leiðingu Qli­kView-viðveru­kerf­is, sem gef­ur ná­kvæm­ari gögn um viðveru starfs­fólks. Ekki er þó að sjá að út­gjöld vegna lang­tíma­veik­inda hafi minnkað frá inn­leiðingu þess kerf­is.

Þá er geng­ist við því í skýrsl­unni að af starfs­mönn­um Reykja­vík­ur­borg­ar eru einna óánægðast­ir í starfi þeir sem vinna á skóla- og frí­stunda­sviði. Fyrr á þessu ári mæld­ist sviðið með 3,46 af 5 mögu­leg­um í könn­un meðal starfs­fólks. Aðeins tvö svið borg­ar­inn­ar fá lægri ein­kunn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert