Ríkið taki þátt í uppbyggingu á Sementsreit

Bæjarstjóri Akraness segir það sanngirnismál að ríkið greiði hálfan milljarð …
Bæjarstjóri Akraness segir það sanngirnismál að ríkið greiði hálfan milljarð vegna framkvæmda á Sementsreitnum svokallaða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir það vera sanngirnismál að ríkið greiði hálfan milljarð vegna framkvæmda á svokölluðum Sementsreit.

Niðurrif á reit Sements­verk­smiðjunn­ar, sem var reist á ár­un­um 1956 til 1958, stend­ur yfir og sam­kvæmt upp­lýs­ing­um verk­eft­ir­lits er verktak­inn Work North ehf. á und­an ver­káætl­un en niðurrif­inu á að ljúka 1. októ­ber næst­kom­andi.

Rúv greindi frá því í kvöldfréttum að til stæði að reisa 368 íbúðir, auk verslunar- og þjónusturýmis, á reitnum á næstu árum. Áður en uppbyggingin hefst þarf að efla sjóvarnir og hækka Faxabraut sem liggur meðfram reitnum við sjóinn. Sævar sagði í samtali við Rúv að sanngjarnt væri að ríkið greiddi fyrir það.

„Faxabraut er þjóðvegur í þéttbýli. Hækkandi sjávarstaða kallar á það að við þurfum að verja þá byggð sem er fyrirhugað að rísi hér. Þá var Sementsverksmiðja ríkisins bygging sem ríkið kom hér upp og það er sanngirnismál, að okkar mati á Akranesi, að ríkið komi að því að greiða fyrir þann kostnað sem lýtur að því að hér geti verið reitur sem hægt er að nýta fyrir íbúðarbyggð í framtíðinni,“ sagði Sævar.

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi.
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Strompurinn á Sementsverksmiðjunni hefur valdið talsverðu fjaðrafoki en í lok ágúst

samþykkti bæjarstjórn Akraness tillögu þess efnis að fella hann.

Í vor var gerð ráðgef­andi skoðana­könn­un meðal íbúa Akra­ness varðandi framtíð stromps­ins og alls vildu 94,25 pró­sent þeirra sem tóku þátt í kosn­ing­unni láta fella hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert