Sjónarmið neytenda í efnahagsmálum þurfa að heyrast hærra. Þetta segir Breki Karlsson sem í gær var kjörinn formaður Neytendasamtakanna.
Í samtali í Morgunblaðinu í dag telur hann þörf á nýjum gjaldmiðli á Íslandi, krónan og gengi hennar minni á skopparakringlu.
„Dýrtíð og verðbólga eru öllum í óhag,“ segir Breki sem vill fá fleiri til liðs við öflug samtök neytenda.