Telur jafnvægi í forystu ASÍ

Ný forysta ASÍ kemur saman í dag og fer yfir …
Ný forysta ASÍ kemur saman í dag og fer yfir samþykktir þingsins mbl.is/Valgarður Gíslason

Ný forysta Alþýðusambands Íslands (ASÍ) kemur saman til fundar í dag en Drífa Snædal, nýkjörinn forseti sambandsins, ætlar að hitta varaforsetana Vilhjálm Birgisson og Kristján Þórð Snæbjarnarson.

„Við ákváðum að taka helgina rólega og svo byrjar alvara lífsins,“ sagði Drífa í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Tilgangur fundarins er að hefja vinnu við úrvinnslu ályktana sem samþykktar voru á þingi ASÍ fyrir helgina.

Þar var m.a. samþykkt að hafna ofurbónusum og óhóflegum arðgreiðslum til fyrirtækjaeigenda og að fulltrúar launþega í lífeyrissjóðunum ynnu í samræmi við stefnu verkalýðshreyfingarinnar. Samtökin vilja að stjórnarmenn lífeyrissjóða beiti sér fyrir því að starfsfólk fyrirtækja njóti arðsemi ekki síður en hluthafarnir.

„Mér líst mjög vel á þetta,“ segir Drífa í Morgunblaðinu í dag um nýja forystu ASÍ. „Það er ákveðið jafnvægi í þessu, ólíkir einstaklingar en grunnur fyrir góðu samstarfi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka