„Undanfarin ár hefur orðið alger sprenging í útbreiðslu skjaldkirtilssjúkdóma, að minnsta kosti í hinum vestræna heimi,“ sagði Þórdís Sigfúsdóttir, gjaldkeri Skjaldar, samtaka um skjaldkirtilsvanda.
Hún segir að talsmenn Skjaldar hafi rætt bæði við landlækni og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og ætlunin sé að eiga fund með ráðherranum um málefni skjaldkirtilssjúklinga.
Einnig er í undirbúningi að skrifa öllum innkirtlafræðingum og heimilislæknum landsins bréf um niðurstöður skoðanakönnunar sem gerð var á meðal skjaldkirtilssjúklinga, að því er fram kemur í fréttaskýringu um skjaldkirtilssjúkdóma í Morgunblaðinu í dag.