Forsetar undirbúa næstu skref

Nýkjörinn forseti og varaforsetar á lokadegi þings ASÍ.
Nýkjörinn forseti og varaforsetar á lokadegi þings ASÍ. mbl.is/Árni Sæberg

Ný forysta Alþýðusambands Íslands (ASÍ), kom saman á fund í gær í fyrsta sinn. „Þetta bara gekk vel og við vorum að skipuleggja framhaldið og ákveða á hvaða málaflokkum við ætlum að byrja á og hvernig við ætlum að vinna þannig að sem flestar raddir fái að heyrast.“

Þetta segir Drífa Snædal, nýkjörinn forseti ASÍ, í Morgunblaðinu í dag um fundinn með Vilhjálmi Birgissyni, 1. varaforseta, og Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, 2. varaforseta.

„Við erum með miðstjórnarfund í næstu viku og ætlum að reyna að vinna í að undirbúa okkur fyrir hann,“ segir hún. Spurð hvort ráðamenn hefðu sett sig í samband við hana eftir kosningarnar um helgina,“ sagði Drífa að hún hefði rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og að það yrði fundur þeirra á milli í næstu viku. Hún sagði að á næstu dögum yrði farið yfir ályktanir og niðurstöðu þingsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka