Gera ráð fyrir stokki

Stokkurinn myndi liggja meðfram Framsvæðinu til norðurs.
Stokkurinn myndi liggja meðfram Framsvæðinu til norðurs. Teikning/Reitir

Við hönnun nýja Kringlusvæðisins er tekið tillit til hugmynda um að setja Miklubraut í stokk. Þá er gert ráð fyrir biðstöðvum fyrir borgarlínu vestan og norðan Kringlunnar.

Friðjón Sigurðarson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Reitum, segir þá hugmynd að setja Miklubraut í stokk hafa breytt forsendum verkefnisins.

Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, tekur undir þetta og segir að með því að aflétta veghelgun við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar skapist ný tækifæri.

„Þetta verður þá mun meira gæðasvæði fyrir íbúðir en ef Miklabrautin er ofanjarðar. Fyrir okkur og Kringlusvæðið viljum við gjarnan sjá þennan stokk verða að veruleika. Ég trúi því ekki að nokkur vilji byggja mislæg gatnamót upp í loftið á mörkum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar,“ segir Guðjón í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, segir áformað að fyrstu tvær leiðir borgarlínu verði annars vegar í Ártúnshöfða um Suðurlandsbraut og hins vegar yfir í Kársnesið. Ljúka þurfi þessum tveimur leggjum áður en Miklabraut verður sett í stokk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert