Hótel verður í Alliance-húsinu á Granda

Miklar breytingar eru framundan á reitnum á Granda.
Miklar breytingar eru framundan á reitnum á Granda. mbl.is/Golli

Borg­ar­ráð hef­ur heim­ilað að gengið verði til samn­inga um sölu á Alli­ance-hús­inu á Grandag­arði 2 og tengd­um bygg­ing­ar­rétti til Alli­ance-þró­un­ar­fé­lags.

Sölu­verðið er 900 millj­ón­ir króna. Fé­lagið hyggst byggja upp á reitn­um hót­el, litl­ar íbúðir til út­leigu og marg­vís­lega þjón­ust­u­starf­semi, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Í út­færslu þró­un­ar­fé­lags­ins á reitn­um er gert ráð fyr­ir 95 her­bergja hót­eli. Vilja­yf­ir­lýs­ing við hót­elkeðju ligg­ur fyr­ir. Verður það hót­el inn­an dönsku hót­elkeðjunn­ar Gulds­meden sem í dag rek­ur níu hót­el í Dan­mörku, Nor­egi, Berlín og Íslandi (Hót­el Eyja Skip­holti og fyr­ir­huguð opn­un 2019 Hót­el Von­ar Lauga­vegi 55). Að Alli­ance-hópn­um standa fé­lög­in M3 Capital, eig­andi Örn Kjart­ans­son, og Eld­borg Capital, eig­andi Brynj­ólf­ur J. Bald­urs­son.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert