Mennirnir tveir sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í útibúi Landsbankans í Borgartúni í gær hafa verið úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is.
Mennirnir eru grunaðir um að hafa falsað talsvert magn af íslenskri smámynt, en þeir eru báðir erlendir ríkisborgarar og ekki búsettir á Íslandi.
Rannsókn miðar ágætlega og mun lögregla ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu.