Hópur íslenskra skákmanna lagði leið sína til Manar á dögunum og tefldi við hlið sterkustu skákmanna heims. Dagur Ragnarsson var með í för og náði góðum árangri í mótinu. Eftir mótið hækkar hann á stigum og fer yfir 2.300 elo-stigamúrinn, með 2.312 stig.
Fyrir um mánuði vann Dagur skákmótið Västerås Open í Svíþjóð, svo að óhætt er að segja að Dagur sé á mikilli sigurgöngu þessa dagana. Í aðdraganda mótsins hafði hann lagt áherslu á aukna æfingu.
„Ég tók mér smá hlé áður í að keppa og byrjaði að vinna aðeins í skákinni, byrjaði að hitta Hjörvar Stein Grétarsson stórmeistara og stúdera með honum. Svo vann ég Västerås Open, þannig að æfingarnar skiluðu árangri. Síðan hitti ég Helga Ólafsson stórmeistara nánast alla föstudaga fram að þessu móti og ég get sagt að það er hægt að læra ýmislegt af honum og viskubrunninum sem hann hefur að geyma.
Sjá viðtal við Dag í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.