Oft erfitt að komast úr foreldrahúsum

Elísabet Brynjarsdóttir, forseti stúdentaráðs.
Elísabet Brynjarsdóttir, forseti stúdentaráðs. Ljósmynd/Stúdentaráð

Fólki á biðlista eft­ir íbúð hjá Fé­lags­stofn­un stúd­enta hef­ur fækkað und­an­far­in ár en þó voru 729 ein­stak­ling­ar á biðlista eft­ir íbúð þegar út­hlut­un lauk í haust. Elísa­bet Brynj­ars­dótt­ir, for­seti stúd­entaráðs HÍ, seg­ir stúd­enta­í­búðir mik­il­væg­an val­kost og oft fyrsta skrefið úr for­eldra­hús­um.

Bygg­inga­fé­lag náms­manna er með 469 íbúðir í boði í Reykja­vík fyr­ir stúd­enta og Fé­lags­stofn­un stúd­enta er með 1.200 íbúðir. Elísa­bet seg­ir að stúd­enta­í­búðir snú­ist um meira en bara þak yfir höfuðið.

„Á Stúd­enta­görðum FS er hug­mynda­fræði þar sem reynt er að sporna gegn fé­lags­legri ein­angr­un með opn­um rým­um. Sömu­leiðis er mik­il­vægt að byggja upp há­skóla­sam­fé­lag í návist við há­skól­ann og aðra mik­il­væga þjón­ustu, á viðráðan­legu verði,“ sagði Elísa­bet.

Hún benti á að FS þjónusti um 10% nem­enda en mark­miðið sé að ná því upp í 15%. Fólki af lands­byggðinni og alþjóðleg­um nem­end­um er tryggður for­gang­ur að íbúðum en í því sam­hengi má nefna að í fyrra komu 1.800 nem­end­ur er­lend­is frá í Há­skóla Íslands.

Seg­ir mik­il­vægt að byggja fleiri stúd­enta­í­búðir

„Eft­ir standa þá stúd­ent­ar á höfuðborg­ar­svæðinu sem þurfa að kom­ast úr for­eldra­hús­um,“ sagði Elísa­bet. Hún sagði enn frem­ur að hús­næðismarkaður á höfuðborg­ar­svæðinu hefði ekki náð að þró­ast þannig að fram­boð sé nægj­an­legt fyr­ir fólk sem er að stíga sín fyrstu skref, hvort sem það vill leigja eða kaupa.

„Lang­ir biðlist­ar gefa til kynna að inn­koma á al­menn­an leigu­markað sé stúd­ent­um gríðarlega erfið, bæði vegna skorts á fram­boði og verðlags,“ sagði Elísa­bet og bætti við að vand­inn væri upp­safnaður.

Hún sagði að það væri gríðarlega mik­il­vægt að byggja fleiri stúd­enta­í­búðir en nú er verið að byggja um 240 íbúðir við Sæ­mund­ar­götu. Auk þess standi til að byggja íbúðir við reit Gamla Garðs.

Hún sagði að skrefið að fara úr stúd­enta­í­búð á al­menn­an markað hefði reynst mörg­um erfitt. Leiga á stúd­enta­í­búðum væri lág en til að mynda kost­ar ein­stak­lings­í­búð rúm­lega 88 þúsund og þá á eft­ir að draga frá húsa­leigu­bæt­ur.

Elísa­bet sagði að áhersl­ur henn­ar kyn­slóðar væru aðrar en kyn­slóðar for­eldra henn­ar. „Ung­menni vilja eyða pen­ing­um í upp­lif­an­ir og ferðalög en minna í steypu,“ sagði Elísa­bet og lagði áherslu á að mik­il þörf væri á ör­ugg­um leigu­markaði með fram­boði af litl­um og ódýr­um íbúðum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert