Óvissustig á Reykjavíkurflugvelli

Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurflugvöllur. mbl.is/Árni Sæberg

Óvissustigi var lýst yfir á Reykjavíkurflugvelli um fimmleytið í dag eftir að truflun varð í mótor á lítilli flugvél.

Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu lenti flugvélin heilu og höldnu.

Slökkviliðið var látið vita af atvikinu en sendi ekki bíla á vettvang. Í staðinn var slökkviliðið á flugvellinum í viðbragðsstöðu.

Uppfært kl. 17.32:

Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia, var þarna á ferðinni kennsluvél með tvo um borð.

Isavia barst tilkynning um atvikið klukkan 16.57 og var vélin lent innan við fimm mínútum síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert