Ákærður fyrir meiri háttar skattalagabrot

mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á sextugsaldri fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum sem framkvæmdastjóri hlutafélags með því að hafa ekki staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna þess.

Málið snýst um greiðslu gjalda á tímabilinu september til desember rekstrarárið 2015, febrúar til desember árið 2016 og janúar árið 2017. Samtals er um að ræða rúmar 24,6 milljónir króna. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert