Ekið var á 295 hreindýr á 20 árum

Hreindýr geta skapað hættu við vegi, einkum á vetrum þegar …
Hreindýr geta skapað hættu við vegi, einkum á vetrum þegar þau leita niður á láglendið. Ljósmynd/Skarphéðinn G. Þórisson

Ekið var á 295 hreindýr frá árinu 1999 til apríl 2018, samkvæmt upplýsingum úr gagnagrunni Náttúrustofu Austurlands (NA).

Einkum er ekið á hreindýr á veturna þegar aðstæður eru slæmar, hálka, myrkur og lélegt skyggni, á sama tíma og hreindýrin leita í auknum mæli niður á láglendi í nágrenni við vegi, að ví er fram kemur í Morgunblaðinu í dag, en þar er fjallað um nýja skýrslu NA, Ekki keyra á hreindýr! sem samin var fyrir Vegagerðina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert