Fíklum verði ekki vísað frá

Stuðlar Þar er meðferðarstöð fyrir börn og unglinga undir 18 …
Stuðlar Þar er meðferðarstöð fyrir börn og unglinga undir 18 ára aldri. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Þetta hefur gerst í örfá skipti á þessu ári, en við erum að vonast til að þetta sé nú úr sögunni,“ sagði Funi Sigurðsson, sálfræðingur og forstöðumaður Stuðla, meðferðarstöðvar ríkisins, þegar hann var spurður um nýlegt atvik þar sem ungur fíkill fékk ekki inni í neyðarvistun á heimilinu vegna plássleysis daginn sem viðkomandi átti að mæta.

Funi sagði að borist hefðu tilmæli frá velferðarráðuneytinu um að bregðast þannig við að þetta gerðist ekki aftur. Hann sagði að nú væri unnið að því annars vegar að auka heilbrigðisþjónustuna á Stuðlum og jafnframt væri að hefjast könnun á því hvort hægt væri að nýta húsnæði lokuðu deildarinnar betur en gert er í dag. Mundu arkitektar skoða það í næstu viku.

„Við erum þá bara að tala um bráðabirgðalausnir, en það þarf að finna varanlega lausn á húsnæðismálunum til frambúðar,“ segir Funi í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert