Friðlýsingin ekki enn á borði ráðherra

Efnt var til sérstakrar ljósastundar í Víkurgarði í gærkvöldi í …
Efnt var til sérstakrar ljósastundar í Víkurgarði í gærkvöldi í tilefni af allraheilagramessu þar sem genginna Reykvíkinga og þeirra sem hvíla í Víkurgarði var minnst. Árni Sæberg

Til­laga Minja­stofn­un­ar um friðlýs­ingu Vík­urg­arðs í miðborg Reykja­vík­ur er enn ekki kom­in á borð Lilju Al­freðsdótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Kristrún­ar Heiðu Hauks­dótt­ur, upp­lýs­inga­full­trúa ráðuneyt­is­ins.

Það er ráðherra sem tek­ur ákvörðun um það hvort af friðlýs­ingu verður. Það var í byrj­un októ­ber sem Minja­stofn­un ákvað að hefja und­ir­bún­ing til­lögu til ráðherra um friðlýs­ingu hins forna Vík­ur­kirkju­g­arðs við Aðalstræti í Reykja­vík.

Miðast til­lag­an við þann hluta kirkju­g­arðsins sem er inn­an svæðis sem nú er nefnt Vík­urg­arður eða Fógetag­arður, en tek­ur ekki til þess hluta garðsins sem graf­inn var upp við forn­leifa­rann­sókn á Lands­s­ímareitn­um 2016 til 2017. Vík­urg­arður nýt­ur þegar vernd­ar sam­kvæmt lög­um um menn­ing­ar­minj­ar, en friðlýs­ing er víðtæk­ari aðgerð.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert