Friðlýsingin ekki enn á borði ráðherra

Efnt var til sérstakrar ljósastundar í Víkurgarði í gærkvöldi í …
Efnt var til sérstakrar ljósastundar í Víkurgarði í gærkvöldi í tilefni af allraheilagramessu þar sem genginna Reykvíkinga og þeirra sem hvíla í Víkurgarði var minnst. Árni Sæberg

Tillaga Minjastofnunar um friðlýsingu Víkurgarðs í miðborg Reykjavíkur er enn ekki komin á borð Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, samkvæmt upplýsingum Kristrúnar Heiðu Hauksdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins.

Það er ráðherra sem tekur ákvörðun um það hvort af friðlýsingu verður. Það var í byrjun október sem Minjastofnun ákvað að hefja undirbúning tillögu til ráðherra um friðlýsingu hins forna Víkurkirkjugarðs við Aðalstræti í Reykjavík.

Miðast tillagan við þann hluta kirkjugarðsins sem er innan svæðis sem nú er nefnt Víkurgarður eða Fógetagarður, en tekur ekki til þess hluta garðsins sem grafinn var upp við fornleifarannsókn á Landssímareitnum 2016 til 2017. Víkurgarður nýtur þegar verndar samkvæmt lögum um menningarminjar, en friðlýsing er víðtækari aðgerð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert