Heilög stund þegar bók um Skúla var afhent úti í Viðey

Þórunn Jarla Valdimarsdóttir og Hrefna Róbertsdóttir í Viðey.
Þórunn Jarla Valdimarsdóttir og Hrefna Róbertsdóttir í Viðey. Árni Sæberg

Þau eru reisuleg húsin í Viðey, fyrstu steinhúsin sem byggð voru á Íslandi.

Landreisnarmaðurinn Skúli fógeti stóð fyrir því og hér standa þær utan við slotið, Þórunn Jarla Valdimarsdóttir rithöfundur og Hrefna Róbertsdóttir, forseti Sögufélagsins.

Þórunn afhenti Hrefnu eintak af nýrri bók sinni um Skúla fógeta á þessu gamla heimili höfðingjans. Skúli var mikil tilfinningavera og ævi hans ævintýri líkust, að því er fram kemur í samtali við Þórunni og Hrefnu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert