Ríkið endanlega sýknað í deilu um Fell

Jörðin Fell liggur að Jökulsárlóni. Tekist hefur verið á um …
Jörðin Fell liggur að Jökulsárlóni. Tekist hefur verið á um sölu hennar fyrir dómstólum, en nú er málinu endanlega lokið. mbl.is/RAX

Hæstirétt­ur Íslands staðfesti í gær sýknu­dóm yfir ís­lenska rík­inu í máli sem fé­lagið Fögru­sal­ir ehf. höfðaði vegna beit­ing­ar for­kaups­rétt­ar á jörðinni Felli í Suður­sveit, sem ligg­ur að Jök­uls­ár­lóni.

Ríkið keypti jörðina með því að nýta sér sex­tíu daga for­kaups­rétt sem finna má í nátt­úru­vernd­ar­lög­um, en for­svars­menn Fögru­sala töldu það ekki stand­ast og kröfðust þess að ríkið af­salaði sér jörðinni gegn 1.520.000.000 kr. greiðslu, sem var það verð sem Fögru­sal­ir hafði boðið í jörðina er hún var til sölu.

Fé­lagið taldi að ríkið hefði ein­ung­is átt að fá fimm sól­ar­hringa frest til þess að stíga inn í kaup­in á jörðinni, í sam­ræmi við ákvæði jarðalag. Fé­lagið hélt því einnig fram að ef styðjast ætti við nátt­úru­vernd­ar­lög hefði ríkið beðið of lengi með að nýta sér for­kaups­rétt sinn og farið um­fram þá sex­tíu daga sem lög­in kveða á um.

Héraðsdómi Suður­lands féllst ekki á þess­ar kröf­ur Fögru­sala og Hæstirétt­ur staðfesti niður­stöðu dóm­stóls­ins.

Fögru­söl­um ehf. er gert að greiða rík­inu millj­ón krón­ur í máls­kostnað fyr­ir Hæsta­rétti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka