Félagsbústöðum leiðbeint

Þjónustuíbúðir við Þórðarsveig.
Þjónustuíbúðir við Þórðarsveig. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórn Fé­lags­bú­staða hf. þarf nú þegar að setja fé­lag­inu inn­kaupa­stefnu og marka þannig skýr­ar lín­ur varðandi inn­kaup. Þá þarf fram­kvæmda­stjóri að setja fé­lag­inu inn­kauparegl­ur á grund­velli inn­kaupa­stefn­unn­ar.

Þetta kem­ur m.a. fram í skýrslu innri end­ur­skoðunar Reykja­vík­ur­borg­ar til stjórn­ar Fé­lags­bú­staða um viðhalds­fram­kvæmd­ir við Írabakka 2-16 á ár­un­um 2012-2016.

Eins og fram hef­ur komið fór kostnaður við fram­kvæmd­irn­ar langt fram úr áætl­un­um. Raun­kostnaður við fram­kvæmd­ina varð um 728 millj­ón­ir, á verðlagi hvers árs, en stjórn Fé­lags­bú­staða hafði samþykkt fram­kvæmd­ir upp á 398 millj­ón­ir. Framúr­keyrsl­an varð því 330 millj­ón­ir eða 83%.

Innri end­ur­skoðun kem­ur með ýms­ar ábend­ing­ar í skýrslu sinni um það sem bet­ur má fara hjá Fé­lags­bú­stöðum. Ábend­ing­un­um er skipt í fjóra flokka eft­ir al­var­leika þeirra, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert