Fosshótel Austfirðir á Fáskrúðsfirði verður lokað næstu þrjá mánuði eða fram til 1. febrúar næstkomandi vegna lítillar aðsóknar.
Segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, að ekki sé grundvöllur fyrir að hafa hótelið opið á þessum tíma og reksturinn sé strembnari yfir vetrarmánuðina á landsbyggðinni.
Þá segir Kristofer Oliversson, formaður FHG - Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag, að mörg hótel muni ekki bera stóraukinn launakostnað, sérstaklega á landsbyggðinni.