Umhverfisstofnun á leið á vettvang

Kristín Linda segir ljóst að ekki verði farið í neinar …
Kristín Linda segir ljóst að ekki verði farið í neinar aðgerðir núna vegna veðurs. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fulltrúar Umhverfisstofnunar eru á leið til Reykjanesbæjar til þess að hitta hafnarstjóra og bæjarstjóra. „Þessi atburður á sér stað innan hafnarsvæðisins, svo það er höfnin sem ber ábyrgð á mengunarvörnum, en þeir hafa óskað eftir aðstoð Umhverfisstofnunar vegna stærðar,“ segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, í samtali við mbl.is.

Starfsmaður Umhverfisstofnunar hefur verið á staðnum síðan í nótt með mengunarvarnarbúnað en Kristín Linda segir ljóst að ekki verði farið í neinar aðgerðir núna vegna veðurs.

Engar staðfestar fregnir hafa fengist af umfangi mengunarinnar, en samkvæmt Kristínu er megn lykt á svæðinu. „Það er erfitt að meta umfangið vegna veðurs og öldugangs.“

Fundi viðbragðsaðila í aðgerðamiðstöð Landhelgisgæslunnar, sem hófst klukkan átta, lauk nú rétt eftir klukkan ellefu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert