Varðskipið Þór á leið til Helguvíkur

Varðskipið Þór við Gróttu á leið til Helguvíkur síðdegis í …
Varðskipið Þór við Gróttu á leið til Helguvíkur síðdegis í dag. Ljósmynd/Aðsend

Varðskipið Þór er á leið til Helguvíkur þar sem sementskipið Fjordvik strandaði í nótt. Þar er fyrir varðskipið Týr sem hefur verið í viðbragðsstöðu í dag. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfesti þetta í samtali við mbl.is. 

Þór lagði af stað um klukkan hálffjögur og stefnt er að því að skipið verði komið til Helguvíkur um kvöldmatarleytið. Því verða varðskipin bæði til taks, verði ákveðið að grípa til aðgerða vegna skipsins sem legið hefur utan í stórgrýttum hafnargarði frá því í nótt. 

Ráðgert er að varðskipið Þór verði komið til Helguvíkur um …
Ráðgert er að varðskipið Þór verði komið til Helguvíkur um kvöldmatarleytið, en Týr hefur verið í viðbragðsstöðu þar frá því í morgun. Ljósmynd/Aðsend

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að gripið verði til aðgerða í dag. Eigendur skipsins óskuðu aðkomu að björgun skipsins og hafa frest til klukkan átta í kvöld til að leggja fram aðgerðaáætlun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert