„Þetta er mikið áfall“

Skipið Fjordvik við hafnargarðinn í Helguvík.
Skipið Fjordvik við hafnargarðinn í Helguvík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Pétursson, sem var hafnsögumaður um borð í skipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík, segist ekki vilja leggja það á sinn versta óvin að lenda í sams konar aðstæðum.

„Þetta er mikið áfall sem maður verður fyrir og sem maður verður að vinna sig úr á næstunni með hjálp góðra manna,“ skrifar Jón á Facebook-síðu sína en hann vildi ekki tjá sig frekar um málið í samtali við mbl.is.

Á síðunni segist hann ekki kvíða niðurstöðum sjóprófa sem munu fara yfir það sem gerðist.

Hann þakkar einnig fyrir þann „ómetanlega stuðning“ sem hann hefur fengið frá fjölskyldu sinni, yfirmanni, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, vinnufélögum sínum og öllum þeim sem hafa hringt í hann og sent honum skilaboð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert