Aukin umferð í Kattholti

Margar kisur vantar heimili þótt eftirspurn hafi aukist.
Margar kisur vantar heimili þótt eftirspurn hafi aukist.

Marg­ar kis­ur frá Katt­holti hafa fengið nýtt heim­ili á und­an­förn­um tveim­ur vik­um, að sögn Hall­dóru Snorra­dótt­ur, rekstr­ar­stjóra Katt­holts. Hún seg­ir um­fjöll­un sem birt­ist í Vetr­ar­blaði Morg­un­blaðsins einkum hafa haft góð áhrif á aðsókn­ina.

Í blaðinu, sem ný­lega kom út, var greint frá því að gott væri að eiga mjúka kisu til að klappa á vetr­ar­dög­um. Hall­dóra seg­ir að þegar vet­ur­inn gangi í garð taki fleira fólk kis­ur að sér.

„Oft geng­ur vel í sept­em­ber og októ­ber og núna hef­ur verið brjálað að gera. Vik­urn­ar eru mis­mun­andi, síðustu tvær vik­ur hafa verið frá­bær­ar, nokkr­ar kis­ur fá heim­ili á dag. Svo hef­ur ljós­mynd­ar­inn Þór­dís Reyn­is­dótt­ir verið dug­leg að taka mynd­ir af kött­un­um og setja á face­booksíðuna okk­ar. Bara það að sjá svona fal­leg­ar mynd­ir af kött­un­um eyk­ur áhug­ann hjá fólki að kynn­ast þeim bet­ur,“ seg­ir Hall­dóra í um­fjöll­un um kis­ur í Katt­holti í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert