Dæling úr Fjordvik hafin á ný

Fjölmennt hefur verið við höfnina í Helguvík allt frá því …
Fjölmennt hefur verið við höfnina í Helguvík allt frá því Fjordvik strandaði. Dæling á gasolíu úr skipinu hófst á ný í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dæl­ing olíu úr sements­flutn­inga­skip­inu Fjor­d­vik hófst á ný um áttaleytið í morgun. „Það er búið að breyta aðferðum og gera einhverjar ráðstafanir,“ segir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar, og kveður vonir standa til að betur gangi í dag.

Hætt var aðgerðum við Fjordvik í gærkvöldi af því að hægar gekk að dæla gasolíu úr skipinu en vonað hafði verið og var því farið í það í nótt að útvega öflugri tæki til aðgerðanna. „Það eru alls kon­ar eðlis­fræðileg­ar ástæður fyr­ir því að þetta hef­ur gengið hægt, t.d. er hæðarmun­ur á skip­inu og bryggj­unni,“ sagði Kjart­an Már í samtali við mbl.is í gærkvöldi.

Í skip­inu voru 104 tonn af gasol­íu þegar það strandaði aðfar­anótt laug­ar­dags.

Að sögn Kjartans Más mun dælingin taka einverja klukkutíma og ekki verður farið í aðrar aðgerðir á meðan.

Hafn­ar­yf­ir­völd hafa lýst áhyggj­um af því að skipið gæti sokkið verði reynt að draga það út og vilja því ekki að reynt verði að koma því inn í Helgu­vík­ur­höfn. Höfn­in sé enda mik­il­væg upp­skip­un­ar­höfn fyr­ir eldsneyti, þ.á m. flug­véla­eldsneyti. Því yrði flug­sam­göng­um stefnt í hættu ef það yrði reynt. Rætt hef­ur verið um að reyna að koma Fjor­d­vik í Kefla­vík­ur­höfn, en ekkert liggur fyrir í þeim efnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert