Eldur í fjölbýlishúsi á Akureyri

Allt tiltækt slökkviðlið á Akureyri var kallað út rétt eftir …
Allt tiltækt slökkviðlið á Akureyri var kallað út rétt eftir hádegi þegar eldur kom upp í fjölbýlishúsi á Akureyri. mbl.is/Þorgeir

Eldur kom upp í fjölbýlishúsi við Strandgötu á Akureyri um klukkan hálf tvö. Allt tiltækt slökkvilið Akureyrar var kallað út og samkvæmt heimildum mbl.is var einum manni bjargað úr úr íbúð á annarri hæð í vesturenda hússins. Fjórar íbúðir eru í húsinu. 

Vinna stendur enn yfir á vettvangi. Búið er að slökkva eldinn að mestu leyti og verið er að reykræsta húsið. Mikinn reyk liggur frá húsinu.

Uppfært klukkan 15:19: 

Eldurinn kom upp í einni íbúðinni og náði að dreifa sér upp á efri hæðir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri er lögregla og slökkvilið enn á vettvangi og gengur slökkvistarf vel. 

Uppfært klukkan 16:09: 

Slökkvistarf stendur enn yfir. Gera þurfti gat á þak hússins til að slökkva í glæðum og auðvelda vinnu við reykræstingu. 

Gera þurfti gat á þak hússins til að auðvelda vinnu …
Gera þurfti gat á þak hússins til að auðvelda vinnu við reykræstingu. mbl.is/Þorgeir
Körfubíll var notaður við slökkvistarfið.
Körfubíll var notaður við slökkvistarfið. mbl.is/Þorgeir
Ekki var um mikinn eld að ræða en talsverður reykur …
Ekki var um mikinn eld að ræða en talsverður reykur var inni í húsinu. mbl.is/Þorgeir
Slökkviliði Akureyrar barst tilkynnning um eldinn um klukkan hálf tvö.
Slökkviliði Akureyrar barst tilkynnning um eldinn um klukkan hálf tvö. mbl.is/Þorgeir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert