Ofurhugi komst í hann krappan

Jón Ingi í einu af fjölmörgum fallhlífarstökkum sínum.
Jón Ingi í einu af fjölmörgum fallhlífarstökkum sínum. Ljósmynd/Jón Ingi Þorvaldsson

Ofurhuginn Jón Ingi Þorvaldsson komst í hann krappan á dögunum þegar hann fór í 911. fallhlífastökk sitt. Aðalfallhlífin opnaðist ekki nema að hluta til í stökkinu.

Jón greindi frá málinu á Facebook-síðu sinni en hann byrjaði að stunda fallhlífarstökk í apríl fyrir fimm árum og tók kennsluréttindi í fallhlífarstökki í fyrra.

Jón Ingi náði myndbandi af atvikinu en hann var með upptökuvél á hjálminum. Myndskeiðið má sjá hér fyrir neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert