Segja frá áföllum

Oft fer saman flókin sjúkdómsmynd og erfið lífsreynsla, segir dr. …
Oft fer saman flókin sjúkdómsmynd og erfið lífsreynsla, segir dr. Margrét Ólafía Tómasdóttir mbl.is/Sigurður Bogi

Fólk sem leitar þjónustu heimilislækna vegna andlegra erfiðleika er almennt fúsara í dag en áður til þess að greina frá áföllum og erfiðleikum í lífi sínu, sem oftar en ekki eru orsök fjölveikinda sem svo eru kölluð.

Skýr breyting hefur orðið á þessu á síðastliðnum tveimur árum. Fólk er opnara en áður var, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Ein helsta orsök langvinnrar eitraðrar streitu eru endurtekin áföll í æsku og stöðug hræðsla, svo sem vegna ofbeldis,“ segir dr. Margrét Ólafía Tómasdóttir heimilislæknir. Hún segir lækna almennt betur meðvitaða en var um áhrif áfalla í æsku á líðan til lengri tíma. Af þeim geti fjölveikindi komið til og þau séu ein mesta áskorunin sem heilbrigðisþjónustan standi andspænis á 21. öldinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka