Vilja fjölga selaskoðunarstöðum

Selir hvílast í nágrenni Hvammstanga.
Selir hvílast í nágrenni Hvammstanga. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Búist er við að yfir 40 þúsund gestir komi í ár í Selasetrið á Hvammstanga til að fræðast um og skoða seli í nágrenninu.

Helstu selaskoðunarstaðir við Vatnsnes eru Svalbarð, Illugastaðir og Ósar/Hvítserkur og er áætlað að yfir 100 þúsund manns komi þangað á þessu ári.

Áhugi er á að fjölga selaskoðunarstöðum á Vatnsnesi í Húnaþingi vestra til að dreifa álagi og auka fjölbreytni. Auglýst hefur verið deiliskipulagstillaga að slíkum stað á eyðibýlinu Flatnefsstöðum, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert