Atvinnuþátttaka barna til skoðunar

Niðurstöður úttektar á fyrirkomulagi vinnuskóla sveitarfélaganna fyrir 13-15 ára sem umboðsmaður barna stóð fyrir í sumar verða kynntar á fundi um atvinnuþátttöku barna á fimmtudag. Einnig verða kynntar nýjar upplýsingar frá Hagstofunni um atvinnuþátttöku barna eftir atvinnugreinum og aldri.

Þá fjalla fulltrúar Vinnueftirlitsins um þau lög og reglur sem gilda um vinnu barna og skráningu vinnuslysa. Loks taka til máls fulltrúar úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna og segja af reynslu sinni af vinnumarkaði og vinnuskóla.

Fundurinn verður haldinn á hótel Natura fimmtudaginn 8. nóvember frá klukkan 14:30 til 17:15. 

Upplýsingar um fundinn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka