Bílvelta á Suðurstrandarvegi

Kristinn Magnússon

Ökumaður slasaðist í bílveltu á Suðurstrandarvegi, skammt frá Herdísarvík, á áttunda tímanum í morgun.

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að verið sé að flytja manninn, sem var einn í bílnum, á sjúkrahús og ekki sé vitað um ástand hans. 

Samkvæmt tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi er unnið á vettvangi slyssins sem varð skammt vestan Herdísarvíkur. Ökumaður var einn í bílnum og kastaðist hann út úr honum. Verið er að flytja hann með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík. Tilkynning um slysið barst kl. 07:45 og eru viðbragðsaðilar frá Suðurnesjum og Suðurlandi á vettvangi. Einhverjar umferðartafir eru á vettvangi vegna umferðar viðbragðsaðila.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert