Nýr mengunarstaðall hækkar bílverð

Nýr mengunarstaðall hefur leitt til hækkunar bílverðs.
Nýr mengunarstaðall hefur leitt til hækkunar bílverðs. mbl.is/Kristinn Magnússon

Útsöluverð nýrra bíla hér á landi er tekið að hækka vegna breytinga á mengunarstaðli vegna útblásturs bíla sem tóku gildi 1. september í Evrópu.

Er um að ræða svonefndan WLTP-staðal sem felur í sér hertar reglur um losunarmælingar á útblæstri bifreiða. Þetta veldur því að skráð losun koltvísýrings frá bílum hækkar um 10-40% frá því sem verið hefur samkvæmt svonefndri NEDC-losunarmælingu.

Frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á vörugjaldi ökutækja o.fl., sem er til meðferðar á Alþingi, tekur ekki gildi fyrr en 1. janúar nk. verði það samþykkt. Á það að koma í veg fyrir ósamræmi í skattlagningu ökutækja vegna þessara breytinga, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka