Rigningin í Reykjavík meiri nú en á heilu ári

Úrkomumagn sem mældist fyrstu 10 mánuði ársins í Reykjavík var tæpir 870 millimetrar, um 70 mm umfram það sem venjulega fellur á heilu ári. Fyrsti snjór vetrarins féll í borginni í fyrrinótt.

Ársúrkoma í Reykjavík mældist mest árið 1921, 1.291 millimetrar. Mjög mikið þarf að rigna í nóvember og desember til að það met verði slegið, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur og telur ólíklegt að metið falli á þessu ári en það geti þó mögulega gerst.

Úrkoma hefur ekki mælst meiri 10 fyrstu mánuði ársins í Reykjavík síðan 1989 eða í nærri 30 ár. Árið 1989 voru 30 ár frá því að úrkoma hafði verið jafnmikil, það var 1959. „Við lítum líka á úrkomudagafjölda og teljum eingöngu þá daga þegar úrkoma hefur mælst 1 millimetri eða meiri. Slíkir dagar voru þann 31. október orðnir 158 á þessu ári og hafa aldrei verið fleiri á sama tíma,“ segir Trausti í umfjöllun um úrkomuna í borginni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka