Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hófst í kvöld með tónleikum af ýmsum toga. Ljósmyndari mbl.is fangaði stemninguna á tónleikum GDRN sem haldnir voru í Hafnarhúsinu.
Um 240 hljómsveitir og sólótónlistarmenn koma fram á hátíðinni, sem er sú tuttugasta í röðinni og eru listamennirnir frá 25 löndum.
Framboð tónleika hefur aldrei verið meira en hátíðin hófst í kvöld og lýkur á laugardagskvöld.
Agent Fresco, AmabAdamA, Ásgeir Trausti, Auður og JóiPé og Króli verða á meðal íslenskra flytjenda.