Legsteinninn stórlega laskaður

Legsteinn Jóns. Platan framan á honum er brotin og í …
Legsteinn Jóns. Platan framan á honum er brotin og í geymslu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Leg­steinn Jóns Magnús­son­ar, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, í gamla kirkju­g­arðinum við Suður­götu er ófög­ur sjón. Hann er stór­lega laskaður eft­ir að marm­araplat­an fram­an á hon­um brotnaði fyr­ir nokkr­um árum. Hún er nú í geymslu og gröf­in því í reynd ómerkt.

Eng­inn virðist telja það í sín­um verka­hring að sýna leiðinu til­hlýðilega rækt­ar­semi. Jón var for­sæt­is­ráðherra þegar Ísland fékk full­veldi 1918 og einn af lyk­il­mönn­un­um í at­b­urðarás­inni sem leiddi til sam­bands­lag­anna það ár. Þau Þóra kona hans voru barn­laus, en kjör­dótt­ir þeirra lést í spænsku veik­inni um sama leyti og Jón var að leggja loka­hönd á samn­ing­ana við Dani.

„Mér finnst þetta alls ekki vansa­laust,“ seg­ir Gunn­ar Þór Bjarna­son sagn­fræðing­ur, sem er að senda frá sér bók um sögu full­veld­is­máls­ins þar sem Jón Magnús­son kem­ur mjög við sögu. Hann hvet­ur til þess að leg­steinn­inn verði lag­færður fyr­ir 1. des­em­ber þegar 100 ára af­mæl­is full­veld­is­ins verður minnst, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert