Nýta ekki öll rými á krabbameinsdeild

Bráðasjúklingar lagðir inn á almennar deildir á LSH
Bráðasjúklingar lagðir inn á almennar deildir á LSH mbl.is/Ómar Óskarsson

Mannekla kemur í veg fyrir að hægt sé að nýta öll legupláss á Krabbameinsdeild Landspítalans. Það sama á við um aðrar deildir.

Eins og staðan er núna er einungis hægt að nýta 10 rúm af 14 á krabbameinsdeild. Á meðan ástandið er þannig þurfa bráðasjúklingar að liggja á almennum deildum og á bráðamóttöku.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segist Helgi Sigurðsson, prófessor krabbameinslækninga við læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir á Landspítalanum, ekki vera bjartsýnn á að ástandið lagist í bráð. Staðan sé ekki öðruvísi en hún hafi verið lengi. Rætt hafi verið um byggingu nýs spítala í tæp 30 ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert