„Bókstaflega óendanlega dýrar“

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Kristinn Magnússon

Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, gagn­rýndi í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi þá samn­inga sem gerðir voru á tí­unda ára­tugn­um við ís­lensku þjóðkirkj­una um sölu kirkjuj­arða.

Benti hann á að samið hefði verið um reglu­leg­ar greiðslur til kirkj­unn­ar fyr­ir jarðirn­ar, um ókomna tíð. „Kirkjuj­arðirn­ar eru því bók­staf­lega óend­an­lega dýr­ar,“ sagði Helgi og bætti við að verð þeirra væri þannig táknað með tölustafn­um átta, á hlið.

Spurði hann Bjarna Bene­dikts­son fjár­málaráðherra hvort end­ur­fremja ætti þann verknað sem gerður var þá, eða festa hann enn bet­ur í sessi, í nýj­um samn­ing­um við kirkj­una.

„Þyrfti risa­stóra upp­hæð“

Bjarni sagði mik­il­vægt að ríkið stæði við þá samn­inga sem það gerði fyr­ir sitt leyti. Hann sagði það lang­sótt að segja upp ein­hliða samn­ingn­um. Ef vilji beggja aðila stæði þó til að end­ur­skoða samn­ing­ana þá væri það hægt.

Helgi Hrafn sagðist ekki vera að leggja til að ríkið stæði ekki við sína samn­inga. Samn­ing­ur­inn væri þó í einu orði sagt „hroðal­eg­ur“. Hann spurði enn frem­ur hvort Alþingi myndi koma að staðfest­ingu breyt­inga eða nýrra samn­inga við kirkj­una.

Bjarni sagðist verða að játa að hann væri ekki með svar við því á hreinu. Sagðist ekki gera ráð fyr­ir að samn­ing­ur­inn kæmi sjálf­ur fyr­ir þingið, en ekki væri þó hægt að fjár­magna hann nema með fjár­lög­um, sem samþykkt yrðu af þing­inu.

Ef menn ætluðu að breyta samn­ingn­um úr nú­ver­andi ástandi, til að linna greiðsl­un­um, þyrfti vænt­an­lega „ein­hverja risa­stóra upp­hæð til að gera upp framtíðina,“ sagði Bjarni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert