Höfðar dómsmál gegn Ernu Solberg

Kathrine Kleveland, formaður samtakanna Nei til EU.
Kathrine Kleveland, formaður samtakanna Nei til EU. Ljósmynd/Aðsend

„Framsal full­veld­is til Evr­ópu­sam­bands­ins í hverju mál­inu á fæt­ur öðru, nú síðast til orku­stofn­un­ar sam­bands­ins, er stjórn­ar­skrár­mál. Bar­átt­unni fyr­ir full­veldið er ekki lokið.“

Þetta seg­ir Kat­hrine Kleve­land, formaður norsku sam­tak­anna Nei til EU, í sam­tali við norska dag­blaðið Nati­on­en en sam­tök­in hafa höfðað mál gegn stjórn­völd­um í Nor­egi vegna samþykkt­ar á þriðju orku­til­skip­un Evr­ópu­sam­bands­ins í mars á þessu ári í gegn­um aðild lands­ins að samn­ingn­um um Evr­ópska efna­hags­svæðið.

Sam­tök­in telja að 93. grein norsku stjórn­ar­skrár­inn­ar um framsal full­veld­is, sem krefst 3/​4 at­kvæða þing­manna á Stórþing­inu þar sem að minnsta kosti 2/​3 þing­manna eru viðstadd­ir, hafi átt við um af­greiðslu þriðju orku­til­skip­un­ar­inn­ar. Hún var hins veg­ar aðeins samþykkt með ein­föld­um meiri­hluta at­kvæða.

Dóms­mál Nei til EU hef­ur verið höfðað gegn Ernu Sol­berg, for­sæt­is­ráðherra Nor­egs, sem æðsta emb­ætt­is­manns lands­ins en sam­tök­in hafa safnað fé að und­an­förnu fyr­ir mála­ferl­un­um. Málið verður helsta viðfangs­efni lands­fund­ar Nei til EU sem fram fer um næstu helgi.

Þriðja orku­til­skip­un­in hef­ur ekki enn verið samþykkt hér á landi en ís­lensk stjórn­völd stefna á að leggja fram þing­mál um samþykkt henn­ar í fe­brú­ar á næsta ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert