Hreiðar Már sakfelldur að hluta

Umboðssvika­mál tengt fé­lag­inu Hreiðar Már Sig­urðsson ehf. í Héraðsdómi Reykja­vík­ur.
Umboðssvika­mál tengt fé­lag­inu Hreiðar Már Sig­urðsson ehf. í Héraðsdómi Reykja­vík­ur. mbl.is/Þorsteinn

Hreiðar Már Sigurðsson var sakfelldur að hluta í inn­herja- og umboðssvika­máli tengdu fé­lag­inu Hreiðar Már Sig­urðsson ehf. í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag, en um er að ræða síðasta hrun­málið sem var þing­fest. Hreiðari var ekki gerð refsing í málinu. Hann var hann sakfelldur í þeim lið ákærunnar er varðar innherjasvik, en sýknaður af umboðssvikum.

Þá var Guðný Arna Sveins­dótt­ir, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri Kaupþings, sýknuð í sínu máli og skal allur málskostnaður greiddur úr ríkissjóði. Hreiðar og Guðný voru hvorugt viðstödd dómsuppkvaðninguna.

Í málinu var Hreiðar sakaður um að hafa mis­notað aðstöðu sína og stefnt fé bank­ans í veru­lega hættu þegar hann lét bank­ann veita einka­hluta­fé­lag­inu Hreiðar Már Sig­urðsson ehf. 574 millj­óna króna ein­greiðslu­lán í ág­úst 2008. Var hann ákærður fyr­ir umboðssvik og inn­herja­svik.

Guðný var ákærð fyr­ir hlut­deild í umboðssvik­um með því að hafa veitt liðsinni í verki við að koma þeim fram einkum með fyr­ir­mæl­um og sam­skipt­um við lægra setta starfs­menn bank­ans síðari hluta ág­úst­mánaðar 2008. 

mbl.is/Þorsteinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert