Nýjar götur í miðborginni

Reykjastræti. Frágangi fyrsta hluta strætisins, frá Hafnarstræti að Geirsgötu, á …
Reykjastræti. Frágangi fyrsta hluta strætisins, frá Hafnarstræti að Geirsgötu, á að ljúka á þessu ári. Fjær á myndinni má sjá húsin sem eru að rísa á Hörpulóð. Þar mun strætið halda áfram. mbl.is/sisi

Það er fátítt að nýj­ar göt­ur verði til í miðborg Reykja­vík­ur, elsta hluta borg­ar­inn­ar. En nú eru að verða til tvær nýj­ar göngu­göt­ur á Hafn­ar­torgi, milli Tryggvagötu og Geirs­götu. Þær heita Kola­gata og Reykja­stræti. Ef áætlan­ir ganga eft­ir get­ur al­menn­ing­ur gengið um göt­urn­ar upp úr næstu ára­mót­um.

Kola­gata ligg­ur eft­ir endi­löngu torg­inu, frá vestri til aust­urs. Hún nær frá Stein­bryggju við Toll­húsið að Lækj­ar­götu/​Kalkofns­vegi, gegnt Arn­ar­hóli. Til­laga að nafn­inu kem­ur frá nafna­nefnd Reykja­vík­ur með til­vís­un til þess að þarna hafi kol­um verið skipað á land fyrr á árum. Þá stóð kolakr­an­inn Hegri skammt þar norðan við.

Reykja­stræti ligg­ur frá Hafn­ar­stræti al­veg norður að Hörpu. Það ligg­ur milli stór­hýsa sem risið hafa á Hafn­ar­torgi og einnig milli stór­hýsa sem nú eru í bygg­ingu á Hörpu­lóðinni. Eru það ann­ars veg­ar íbúðar­hús og Marriott Ed­iti­on-hót­el, fimm stjörnu glæsi­hót­el, og hins veg­ar ný­bygg­ing Lands­bank­ans, sem rísa mun við Kalkofns­veg á næstu árum, ef áætlan­ir ganga eft­ir.

Kolagata. Gatan er tilbúin að hluta til enda er nýbúið …
Kola­gata. Gat­an er til­bú­in að hluta til enda er ný­búið að opna þarna stóra og glæsi­lega H&M-versl­un. Seinni hluti göt­unn­ar, að Toll­hús­inu, á að verða til­bú­inn fljót­lega eft­ir ára­mót­in. mbl.is/​sisi

Reykja­stræti hafði verið notað sem vinnu­heiti frá því að hönn­un svæðis­ins hófst. Nafna­nefnd Reykja­vík­ur­borg­ar fannst þetta heiti ekki eiga við á þess­um stað og lagði til að gat­an yrði nefnd Tóna­gata, enda myndi hún liggja til tón­list­ar­húss­ins Hörpu. Borg­ar­ráð ákvað eft­ir sam­ráð við eig­end­ur á svæðinu að gat­an skyldi heita Reykja­stræti. Nafnið vís­ar til heit­is höfuðborg­ar Íslands, Reykja­vík.

Bygg­inga­fyr­ir­tækið ÞG verk hef­ur byggt upp stór­hýsi á Hafn­ar­torgi.

ÞG verk sér einnig um frá­gang á göngu­göt­un­um Kola­götu og Reykja­stræti. Að sögn Jónas­ar Jón­munds­son­ar, staðar­stjóra ÞG verks, er gert ráð fyr­ir að hægt verði að ganga um göt­urn­ar upp úr ára­mót­um en það verða ekki opnaðar versl­an­ir þar fyrr en með vor­inu að und­an­skil­inni H&M-versl­un­inni sem ný­lega var opnuð.

Fram­kvæmd­um við þann hluta Reykja­stræt­is, sem ligg­ur um Hörpureit, mun vænt­an­lega ljúka á næsta ári. Reit­irn­ir verða tengd­ir með ljós­a­stýrðri göngu­braut yfir Geirs­götu.

Bryggju­gata á Aust­ur­bakka

Þess­ar tvær nýju göt­ur verða fyrst og fremst ætlaðar fyr­ir gang­andi og hjólandi um­ferð. Á Hafn­ar­torgi er fjöldi versl­ana og annarra fyr­ir­tækja og sam­kvæmt lög­reglu­samþykkt sem aug­lýst var í sept­em­ber sl. verður vöru­los­un heim­il frá kl. 07.00 til 11.00 virka daga.

Nafna­nefnd­in lagði enn frem­ur til að gata á Aust­ur­bakka, vest­an nýja hót­els­ins, fengi heitið Bryggju­gata.

Loks lagði nefnd­in til að sá hluti Póst­hús­stræt­is, sem ligg­ur milli Tryggvagötu og Geirs­götu, yrði nefnd­ur Stein­bryggja.

Þar und­ir er hin gamla stein­bryggja Reykja­vík­ur, sem kom í ljós á dög­un­um, þegar unnið var að end­ur­bót­um á Tryggvagötu. Stein­bryggj­an hafði ekki verið sýni­leg ára­tug­um sam­an og nýttu marg­ir tæki­færið til að berja aug­um þetta sögu­fræga mann­virki. Það mun vænt­an­lega ekki verða sýni­legt nema að hluta næstu ára­tug­ina.

Tryggvagata. Framkvæmdir eru hafnar að nýju eftir tafir vegna Steinbryggjunnar. …
Tryggvagata. Fram­kvæmd­ir eru hafn­ar að nýju eft­ir taf­ir vegna Stein­bryggj­unn­ar. Efsti hluti bryggj­unn­ar er horf­inn und­ir yf­ir­borðið að nýju. mbl.is/​sisi

Á heimasíðu ÞG verks seg­ir að fram­kvæmd­irn­ar á Hafn­ar­torgi séu hinar um­fangs­mestu sem ráðist hafi verið í á hafn­ar­svæði Reykja­vík­ur.

Hafn­ar­togið muni tengja gamla miðbæ­inn við menn­ing­ar­bygg­ing­una Hörpu og dragi þar með úr skipt­ing­unni á milli hins gamla og nýja. Þar að auki mun verk­efnið, sem sam­an­stend­ur af sjö ólík­um bygg­ing­um, skapa al­manna­rými sem ýti und­ir hreyf­ingu í gegn­um svæðið frá aðliggj­andi stöðum.

„Hafn­ar­torgið mun mæta vax­andi þörf á hús­næðis­rými í hinni vin­sælu miðborg Reykja­vík­ur með versl­un­um, kaffi­hús­um, veit­inga­stöðum, íbúðum og nú­tíma­leg­um skrif­stof­um,“ seg­ir á heimasíðunni.

Heild­ar­stærð húsa þar er 23.350 fer­metr­ar, fjöldi íbúða er 76, þjón­usta og versl­un verður á 8.000 fm og skrif­stofu­hús­næði verður 6.400 fm.

Bíla­stæði neðanj­arðar verða með teng­ingu við Hörpu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert