Rithöfundurinn Ragnar Jónasson hefur algerlega slegið í gegn í Frakklandi.
Þrjár bækur hans hafa verið gefnar út þar á rúmum tveimur árum og hafa þær selst í yfir 300 þúsund eintökum.
„Þetta er eiginlega stórkostlegt ævintýri þarna í Frakklandi,“ segir Ragnar í viðtali í Morgunblaðinu í dag.