200 nú í samfélagsþjónustu

Með fjölgun fangavarða verður hægt að fullnýta nýja fangelsið. Þar …
Með fjölgun fangavarða verður hægt að fullnýta nýja fangelsið. Þar verða um 50 fangar að jafnaði í stað 30 eins og verið hefur undanfarið mbl.is/​Hari

Um 200 einstaklingar afplána um þessar mundir refsidóma sína í samfélagsþjónustu í stað þess að sitja í fangelsi. Eru þetta fleiri en afplána dóma í fangelsiskerfinu.

Unnt er að heimila þeim sem dæmdir hafa verið til árs fangelsisrefsingar eða minna að afplána dóminn með samfélagsþjónustu. Það á þó ekki við um þá sem taldir eru hættulegir umhverfinu.

Fólkið sem sækir um og fær leyfi til að afplána í samfélagsþjónustu getur stundað fulla vinnu eða nám en notar frítíma sinn til að vinna launalaust í þágu góðra málefna, svo sem fyrir Rauða kross Íslands, hjá sambýlum fatlaðra eða fyrir trúfélag sitt, svo eitthvað sé nefnt.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Páll Winkel fangelsismálastjóri  að samfélagsþjónustan hafi reynst vel. Aðeins 16% þeirra sem afplána þannig brjóti af sér á ný.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka